Tuesday, July 3, 2012

Júlí // tíminn flýgur... :)


Þá er júlí mættur og strax kominn þriðji!!! hvert fór Júní?? ;) 
Mér finnst tíminn fljúga áfram og aðeins ca 20 dagar í að dönsku eyjapeyjarnir mæta á svæðið :) og ekki nema 19 dagar í mömmu :) það verður sko gaman að fá mömmu til að hjálpa mér og leiðbeina fyrstu vikurnar :)

Síðusta helgi var alveg yndisleg :) Við fórum í 25 ára afmæli á föstudagskvöldinu þar sem ég var búin að baka fjórar franskar súkkulaðikökur fyrir gestina :) Ég fann á endan kjól til að fara í, svo það reddaðist að ég færi ekki bara í náttsloppnum ;) hehe... 


Hlaðborðið
Langborðið


Á sunnudeginum keyrðum við til Hals þar sem við nutum góða veðursins niðrá bryggju ásamt því að fá okkur RISA ís :) síðan á leiðinni til baka lobbuðum við niður á ströndina við Hals og kíktum inní nokkrar búðir (svona sveitabæi) sem eru við þjóðveginn og hægt er að kaupa ný jarðaber, hindber eða kartöflur ásamt blómum og blómavösum... alveg hreint yndislegur dagur :)



Ísbíltúr til Hals

x x x
-hgg


2 comments:

  1. Hæ sæta mín.Ég er hjá mömmu þinni núna og við ætlum að hafa það gaman :)Stórt knús til ykkar elskan <3

    ReplyDelete
    Replies
    1. Vonandi hafið þið átt góða helgi :) það var ekki laust við að ég væri með pínu heimþrá þessa helgina ;) knús till þín Hrönn :)

      Delete