Thursday, December 13, 2012







Þegar ég bjó á Íslandi föndraði ég fyrir hverja aðventu 
minn eigin aðventukrans 
og hafði hugsað mér að gera það sama í ár. 
En þar sem ekki er mikið um auka tíma hjá mér 
til að dúlla mér við föndur 
þá varð aðventur kransinn sá allra einfaldasti í ár :)
Gler bakkinn er frá BK gler 
sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu 
fyrir nokkrum árum síðan, 
kertin eru frá IKEA 
og könglana týndi ég einn haustdaginn þegar við fjölskyldan 
vorum í göngu í fallega haustveðrinu.

Í síðustu viku fórum við svo útí skóg til að velja okkur jólatré, 
ég var alveg tilbúin í þetta verkefni 
og ætlaði mér að finna stærsta og fallegsta jólatréð í skóginum, 
alveg sama hvort það kæmist inn hjá okkur.... stórt átti það að vera!!! 
Jacob talaði um að það gæti líka verið fallegt og kózý að hafa lítið jólatré. 
Ég var ekki ennþá að kaupa það... lítið jólatré!! 
Þegar hann nefndi svo að við ættum ekki 
eina einustu jólakúlu til að setja á jólatréð okkar... 
þá smþykkti ég litla sæta kózý jólatréð 
og endaði þetta með því að við fengum minnsta jólatréð í skóginum ;) 
Ljónið í mér vill bara svo oft fara ALL-IN í hlutina ;)

x x x
-hgg




No comments:

Post a Comment