![]() |
Veðrið þann 24.01.2013 |
![]() |
Fínu heimtilbúnu ullarsokkarnir (gömul mynd) |
Það hefur verið svo kalt hjá okkur síðustu vikurnar að ég hef ekki lagt í það að setja litlu demantana mína út að sofa!!
Í morgun er samt kaldasti dagurinn þennan veturinn myndi ég segja, mælirinn í bílnum sýndi -22 þegar Jacob fór í vinnu :/ það er gott að eiga hlý og góð föt á svona dögum. E&I eiga 3 sett af ullar/skíðaundirfötum sem hafa bókstaflega verið í notkun uppá nánast hvern einasta dag síðan í lok nóvember (fyrir utan þegar við vorum á Íslandi, þar var svo miklu hlýrra). Ullarfötunum er svo skellt í þvott á kvöldin og á ofninn svo að þau séu hrein og þurr næsta dag!! :)
Svo eru þeir svo heppnir að eiga þessa fínu heimatilbúnu ullarsokka sem hlýjar þeim á fótunum þenna veturinn ;) Mig er samt mikið farið að langa í góða göngutúra þessa dagana og hlakkar mig mikið til þegar fer að vora hjá okkur og ég get gengið bæinn endilangann með stóra tvíburavagninn minn ;)
Annars er ekkert annað í stöðunni heldur en að skella í einn góðan kaffi latte og vonast eftir góðu sumri ;)
x x x
-hgg
No comments:
Post a Comment