Tuesday, May 21, 2013

Hvítasunnuhelgin










Sólin og sumarið kom heldur betur á laugardaginn síðasta. Það var 23+ stiga hiti og sólin hátt á lofti. Það þýðir aðeins eitt á okkar heimili... SÓLARVÖRN og mikið af henni ;) Fjölskyldumeðlimir á þessu heimili eru frekar þollitlir fyrir sól og þess vegna er sólarvörnin ekki nóg heldur sitjum við í skugganum frá "fínu" Tuborg sólhlífinni okkar ;)

Við grilluðum og borðuðum nánast allan daginn!! eftir allan matinn þá vildum við leggjast á teppi á grasið og slappa af! Ef einhver hefur prufað að slappa af á teppi með barn sem er farið að skríða útum allt, þá veit hinn sami að það er ekki mjög afslappandi, þannig að við enduðum með því að vera á hlaupum útum allan garð á eftir Emil & Isak sem stoppuðu mjög stutt á teppinu!! ;) þá veit ég það fyrir sumarið.... engin afslöppun :)

ps. við erum núna búin að slá blettinn... börnin týndust næstum því í öllu þessu grasi ;)


No comments:

Post a Comment