Thursday, February 28, 2013

Gærdagurinn...









Í gær skellti ég mér í bæinn og ætlaði aldeilis að finna mér eitthvað fínt til að kaupa mér. En það er oft þannig að þegar maður fer með þeim huga að þá kemur maður tómhentur heim!!
Ég kom s.s. heim með vítamínsdropa handa strákunum og ekkert handa mér ;)
Ég er ný farin að leyfa þeim að sitja í kerrunni sinni og þeir elska það!! að geta fylgst með öllu og öllum í kringum sig. Þeir fá einnig mjög mikla athygli frá þeim sem verða okkur á vegi :)
Við mættum einni nýbakaðri tvíburamömmu sem brosti svo breytt að hún var að springa, röltandi um bæinn með tvíburavagninn sinn og þegar hún sá mig þá sá ég í augunum hennar að hún þyrfti sko endilega að segja eitthvað við mig! Svo sagði hún; það getur verið erfitt að komast um með svona tvöfaldan vagn. Ég svaraði henni já, en að það reddast alltaf einhvernveginn :) 
Mig langaði mest til að knúsa hana mega fast, því ég vissi svo vel hvernig henni leið :)

Svo kom hún yndislega Mille-Marie í pössun til okkar þegar hún var búin í leikskólanum. Hún dansaði um eins og dansálfur með englavængina sína :)
Einnig var ég svo heppin að fá Lone mágkonu mína í heimsókn á meðan ég var með allan barnaskarann, þannig að ég gat með góðri samvisku farið inní eldhús og eldað kvöldmatinn fyrir þau :)



Keep calm it's almost Friday ;)






Tuesday, February 26, 2013

Mor i form



Otto, Sigrid, Isak & Emil


Isak <3


Emil <3

Við byrjuðum morguninn á því að skella okkur í leikfimi og svo á kaffihús saman með mömmugrúppunni okkar :)

E&I elska leikfimiskennarann og hún elskar þá ;) 
hún segir að þeir séu næstu Mary-Kate og Ashley Olsen 
og að ég þurfi ekkert að finna mér vinnu því þeir muni bara sjá um þetta ;) hehehehe.....
Ég skil alveg hvað hún meinar, enda bara svo sætir ;)




Friday, February 22, 2013




Í gærkvöldi pössuðum við eina litla 3ja ára vinkonu okkar. Henni fannst nú ekki leiðinlegt að geta hjálpað til við að gefa E&I að borða og koma þeim í háttinn :) Hún hefur sagt við foreldra sína og fleiri að E&I séu litlu bærður hennar ;) hún er algört yndi!!
Þegar hún mætti í pössun til okkar stóð hún með þennan fína 
túlípanavönd fyrir utan dyrnar hjá okkur :)


Góða helgi :)



Wednesday, February 20, 2013

Nespresso club





Í september keypti ég mér Nespresso kaffivél sem á einfaldan hátt býr til frábært kaffi!! ég er svoleðis búin að mæla með þessari kaffivél við vini og ættingja og bara alla þá sem spurja ;) Ég skráði mig svo í Nespresso klúbbinn og pantaði kaffi í gengum síðuna þeirra. Ég pantaði á sunnudagskvöldi og það var komið til mín á þriðjudagsmorgni, hröð og góð þjónusta!! Þegar ég skráði mig í klúbbinn fyllti ég út upplýsingar um kaffivélina mína, hvenær og hvar hún var keypt ásamt serial nr. og fleiru.
Síðan í síðustu viku var hringt í mig frá Nespresso klúbbnum þar sem mér var sagt að vélin mín væri með 5 ára ábyrgð þar sem ég hefði skráð vélina í klúbbinn, annars aðeins 1 eða 2 ára ábyrgð, ásamt því að ef eitthvað kæmi fyrir þá gæti ég alltaf hringt og fengið aðstoð 24/7. Einnig benti maðurinn mér á að það væri gott að afkalka vélina eftir hverja 200 bolla eða á 3 mánaðafresti, ásamt því að benta mér á hvaða kalkahreinsunar efni væri best fyrir vélina. Hann nefndi að ég gæti keypt það í gegnum Nespresso en einnig gæti ég líka keypt það útí búð.
Símtalið stóð yfir í ca 3-5 mín án þess að það væri reynt að selja mér eitt né neitt, þarna var einfaldlega verið að kynna þjónustuna sem ég get nýtt mér!! Eftir símtalið upplifði ég mig eins og í þessari auglýsingu frá þeim :)








Tuesday, February 19, 2013

Barnið borðar EKKi sjálft ;)



Emil að borða sjálfur avacado.

Hér skrifaði ég um aðferðina "Barnið borðar sjálft", við prufuðum þessa aðferð nokkrum sinni. En þar sem það fylgdi þessu svo mikill þrifnaður eftir hverja máltíð hef ég gefið þetta uppá bátinn. Þeir fá ekki að borða sjálfir fyrr en þeir geti borðað með hníf og gaffli ;) hahaha... 
Við erum að tala um að það var matur útum allt, gólf, borð og stóllinn þeirra, plús fötin þeirra og MÍN. Þannig að eftir hverja máltíð var ég í ca 15 mín að gera hreint!! :)

Þeir fá þó að hafa smá cherrios og svoleiðis mat á borðinu til að týna uppí sig, en ekkert sem getur svínað allt út í borðstofunni ;)



Monday, February 18, 2013

Bústaður



Emil töffari tilbúinn fyrir afmælisveislu :)

Agnetha fær hjálp frá stóra bróður að blása á kertið :)

<3

Komin í bústað... og Isak búinn að flækjast aðeins í teppinu ;)

Tvö pör af tvíburum í bústað :)

Á laugardaginn fórum við í eins árs afmæli til Agnethu Ýrar og strax eftir það brunuðum við útí bústað til Marie og Andy. Það var svo frábært að komast í bústað svona eina nótt og slappa af í nýju umhverfi. Tvíburasystkini Andy voru einnig með okkur í bústaðnum, þau Kasper og Julia. Þau eru sjö ára og fannst okkur Jacob alveg yndislegt að fylgjast með þeim og sjá hversu góðir vinir þau eru. Þau léku sér svo vel saman, þó svo að þau hefði líka aðeins ýt í hvort annað ;)

Við komum svo heim í gær og fórum við strax í að undirbúa matarboð fyrir dösnku fjölskylduna okkar. Það var pantað sushi og svo var ég með góðan eftirrétt handa liðinu :) 
Það er svo yndislegt þegar nóg er að gera um helgar :)


Í síðustu viku pöntuðu mamma og amma sér ferð til okkar í maí :) 
Ég hlakka mikið til að fá þær í heimsókn og vona að það verði orðið aðeins hlýrra :)



Friday, February 15, 2013

Helgarlagið :)




Panamah - DJ Blues

Þetta lag er í uppáhaldi hjá okkur hér á E6!!

Góða helgi :)




E&I




Þeir eru alveg komnir á fullt útum allt hús :) 
Ég náði þessari mynd af þeim um daginn. 
Isak var búinn að ná sokkunum af sér og "éta" þá, 
þannig að ég setti hann í nýja sokka (þessa bláu sem hann er í á myndinni).
 Isak dó ekki ráðalaus, hann læddist aftan að Emil og nældi sér í einn sokk frá honum til að japla á ;)






Nýjasta stuðuð er að koma uppá fjórar fætur og rugga sér fram og til baka!! :) 
þeir geta ruggað sér fram og til baka fyrir framan hvorn annan og 
hleygið og hleygið af hvor öðrum. Einn ruggar inn hlær og svo skipta þeir ;) 
Annað sem skemmtir þeir óendanlega er þegar ég er að gera þá tilbúin að fara út að sofa. 
Þegar ég er búin að setja lambhúshetturnar á þá og 
þeir sjá hvorn annan þá tekur við nokkra mínútna hláturskast... 
ég meina hvað er fyndnara en bróðir þinn með lambhúshettu ;)





Wednesday, February 13, 2013

Móðir og barn // Friðrik Karlsson




Það var eina nótt í byrjun desember að ég var eitthvað lítið sofin eftir brölt á strákunum!! Þannig að ég fór inná youtube í símanum og skrifaði "vögguvísa", mig vantaði bara eitthvað til að róa þá niður og fá þá til að sofna aftur. Ég spilaði það lag sem kom fyrst upp! Vögguvísa af disknum Móðir og barn eftir Friðrik Karlsson (söngur: Sessý) var það sem ómaði úr símanum og svínvirkaði á þá báða!! þeir steinsofnuðu!! ég nýtti mér lagið á youtube í rúmar tvær vikur og þar sem lagið var að virka svo fínt á kvöldin og næturnar, þá fór ég einn morguninn inná tónlist.is og keypti allann diskinn. Fyrstu þrjú lögin á disknum eru svona afslappandi lög án söngs og nota ég þau mest. Ég set tónlistina á og legg þá í rúmið á kvöldin, svo ca 5 mín seinna eru þeir báðir sofnaði!! virkar eins og töfrar :)

Ætlaði að vera búin að skrifa um þennan disk fyrir löngu, því vonandi getur þessi yndislega tónlist hjálpaði fleiri foreldrum og börnum :)



Monday, February 11, 2013




Helgin einkenndist af afslöppun heima, 
þar sem maðurinn á heimilinu er búinn að vera með smá flensu!! 
Ég keypti þessar fallegu rósir fyrir helgina, til að gera heimilið hlýlegra :) 
Þessa tvo sætu bleyju-rassa fann ég svo í sófanum eitt kvöldið, 
þeir voru alveg fullir af orku svona miða við að þeir voru á leiðinni í háttinn ;)


Bolludaginn 2013! bakaði ég engar bollur þar sem ég er sú eina á heimilinu 
sem myndi borða þær og ekki var ég að fara að baka ca. 30 bollur fyrir mig eina ;) 
Ég er ekki það mikið fyrir rjóma!!!



Thursday, February 7, 2013







Sólin sem skein innum gluggan hvarf á síðustu myndinni!!

E&I eru farnir að velta sér um og skríða útum allt. Þannig að stundum er leikgrindin aðeins of lítil þegar þeir taka sig til og byrja báðir að velta sér um grindina ;)
Þessar þrjár myndir að ofan tók ég á innan við 1 mín. og svona í stuttu máli þá er Emil að reyna að velta sér áfram (s.s. yfir Isak) en það gengur eitthvað brösulega ;)
Það besta er að það heyrist ekkert frá þeim þótt þeir hnoðist svona í hvor öðrum!!

(Emil er nær myndavélinni og Isak er fjær)



Tuesday, February 5, 2013

Mads Langer



Mads Langer - Microscope


Í einum af jólapökkunum til mín í ár var kort, þar sem Jacob skirfaði falleg og vel valin orð til mín. Í lokin stóð svo að hann væri búinn að redda pössun þann 9 mars næstkomandi og að við værum á leiðinni á tónleika með Mads Langer. Hann er danskur og mjög svo hæfileikaríkur tónlistarmaður. Við urðum aðdáendur hans eftir þætti hérna í Danmörku sem heita "Toppen af poppen", þar sem nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum Dana koma saman og spila lög eftir hvorn annan ásamt því að deila sögum um hvernig þeir komust á toppinn og öðrum skemmtilegum sögum úr bransanum.

Ég hlakka til að hafa tilefni til að klæðast spariskóm, þar sem ég þramma alla daga um götur Álaborgar í NB skónum mínum, ýtandi tvíburabarnavagninum á undan mér ;)




Monday, February 4, 2013

Þennan....




...sæta mola fann ég í rúminu okkar um helgina 
eftir að Jacob var búinn að skipta á rúminu ;)



Sunday, February 3, 2013

Helgin











Við erum búin að eiga alveg yndislega helgi :) Við byrjuðum helgina á nýbökðum bollum... sem er alltaf góð byrjun ;)
Í gær fórum við svo í göngutúr með vinafólki okkar, þar sem við röltum hafnarsvæðið og kíktum svo inná kaffihús til að fá okkur heitt kaffi og kakó. Þjónustustúlkan á kaffihúsinu var alveg yfir sig ástfangin af strákunum þar sem hún sjálf er tvíburi ;) Einnig kom ca 90% af gestunum sem áttu leið út eða inn og spjölluðu við okkur um tvíburana ;) Sem okkur finnst bara vinalegt :)

Síðan í gærkvöldi fór ég á Íslendinga Þorrablótið hér í Aalborg og skemmti mér konunglega :) og ekki var það verra að ég vann gjafabréf í Rafting í Hvítá... Ég hlakka mikið til í sumar að prufa það :)

x x x
-hgg