Í gær skellti ég mér í bæinn og ætlaði aldeilis að finna mér eitthvað fínt til að kaupa mér. En það er oft þannig að þegar maður fer með þeim huga að þá kemur maður tómhentur heim!!
Ég kom s.s. heim með vítamínsdropa handa strákunum og ekkert handa mér ;)
Ég er ný farin að leyfa þeim að sitja í kerrunni sinni og þeir elska það!! að geta fylgst með öllu og öllum í kringum sig. Þeir fá einnig mjög mikla athygli frá þeim sem verða okkur á vegi :)
Við mættum einni nýbakaðri tvíburamömmu sem brosti svo breytt að hún var að springa, röltandi um bæinn með tvíburavagninn sinn og þegar hún sá mig þá sá ég í augunum hennar að hún þyrfti sko endilega að segja eitthvað við mig! Svo sagði hún; það getur verið erfitt að komast um með svona tvöfaldan vagn. Ég svaraði henni já, en að það reddast alltaf einhvernveginn :)
Við mættum einni nýbakaðri tvíburamömmu sem brosti svo breytt að hún var að springa, röltandi um bæinn með tvíburavagninn sinn og þegar hún sá mig þá sá ég í augunum hennar að hún þyrfti sko endilega að segja eitthvað við mig! Svo sagði hún; það getur verið erfitt að komast um með svona tvöfaldan vagn. Ég svaraði henni já, en að það reddast alltaf einhvernveginn :)
Mig langaði mest til að knúsa hana mega fast, því ég vissi svo vel hvernig henni leið :)
Svo kom hún yndislega Mille-Marie í pössun til okkar þegar hún var búin í leikskólanum. Hún dansaði um eins og dansálfur með englavængina sína :)
Einnig var ég svo heppin að fá Lone mágkonu mína í heimsókn á meðan ég var með allan barnaskarann, þannig að ég gat með góðri samvisku farið inní eldhús og eldað kvöldmatinn fyrir þau :)