Í september keypti ég mér Nespresso kaffivél sem á einfaldan hátt býr til frábært kaffi!! ég er svoleðis búin að mæla með þessari kaffivél við vini og ættingja og bara alla þá sem spurja ;) Ég skráði mig svo í Nespresso klúbbinn og pantaði kaffi í gengum síðuna þeirra. Ég pantaði á sunnudagskvöldi og það var komið til mín á þriðjudagsmorgni, hröð og góð þjónusta!! Þegar ég skráði mig í klúbbinn fyllti ég út upplýsingar um kaffivélina mína, hvenær og hvar hún var keypt ásamt serial nr. og fleiru.
Síðan í síðustu viku var hringt í mig frá Nespresso klúbbnum þar sem mér var sagt að vélin mín væri með 5 ára ábyrgð þar sem ég hefði skráð vélina í klúbbinn, annars aðeins 1 eða 2 ára ábyrgð, ásamt því að ef eitthvað kæmi fyrir þá gæti ég alltaf hringt og fengið aðstoð 24/7. Einnig benti maðurinn mér á að það væri gott að afkalka vélina eftir hverja 200 bolla eða á 3 mánaðafresti, ásamt því að benta mér á hvaða kalkahreinsunar efni væri best fyrir vélina. Hann nefndi að ég gæti keypt það í gegnum Nespresso en einnig gæti ég líka keypt það útí búð.
Símtalið stóð yfir í ca 3-5 mín án þess að það væri reynt að selja mér eitt né neitt, þarna var einfaldlega verið að kynna þjónustuna sem ég get nýtt mér!! Eftir símtalið upplifði ég mig eins og í þessari auglýsingu frá þeim :)
Símtalið stóð yfir í ca 3-5 mín án þess að það væri reynt að selja mér eitt né neitt, þarna var einfaldlega verið að kynna þjónustuna sem ég get nýtt mér!! Eftir símtalið upplifði ég mig eins og í þessari auglýsingu frá þeim :)
Vá en frábær þjónusta:) Ég þarf svo rosalega mikið að læra að drekka kaffi!
ReplyDeleteRosalega gaman að fylgjast með blogginu þínu.
Kveðja
Heiða Pálrún :)
Takk fyrir það Heiða :) Já þú verður að læra að drekka kaffi... það er eitthvað svo huggulegt og notalegt við það :)
DeleteElska Nespresso! og já þvílíka þjónustan. Komið fram við mann eins og kóngafólk hahah :-) og svo er kaffið náttúrulega bara það besta!
ReplyDeleteHahahah já þetta er góð þjónusta og kaffi bara gott :)
DeleteHæhæ ég rakst á þetta blogg með því að leita eftir nespresso á google og langaði að vita hvar ég finn þennan æðislega klúbb, var nefninlega að fá mér nespresso vél á heimilið :) :) kveðja María
ReplyDeleteSæl María :)
DeleteEf þú ferð inná http://www.nespresso.com/ og býrð til aðgang, þá ertu orðin meðlimur :) Þegar ég gerði þetta skráði ég einnig númerið á kaffivélinni (var límmiði á ristinni) þannig fær maður einnig lengri ábyrgðartíma á kaffivélinni. Ég bý í Danmörku og veit ekki hvort þetta sé allt eins á Íslandi, en prufaðu endilega að skrá þig í klubbinn á heimasíðunni þeirra :)
Kveðja Hanna Guðný