Tuesday, February 5, 2013

Mads Langer



Mads Langer - Microscope


Í einum af jólapökkunum til mín í ár var kort, þar sem Jacob skirfaði falleg og vel valin orð til mín. Í lokin stóð svo að hann væri búinn að redda pössun þann 9 mars næstkomandi og að við værum á leiðinni á tónleika með Mads Langer. Hann er danskur og mjög svo hæfileikaríkur tónlistarmaður. Við urðum aðdáendur hans eftir þætti hérna í Danmörku sem heita "Toppen af poppen", þar sem nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum Dana koma saman og spila lög eftir hvorn annan ásamt því að deila sögum um hvernig þeir komust á toppinn og öðrum skemmtilegum sögum úr bransanum.

Ég hlakka til að hafa tilefni til að klæðast spariskóm, þar sem ég þramma alla daga um götur Álaborgar í NB skónum mínum, ýtandi tvíburabarnavagninum á undan mér ;)




No comments:

Post a Comment