Sunday, February 3, 2013

Helgin











Við erum búin að eiga alveg yndislega helgi :) Við byrjuðum helgina á nýbökðum bollum... sem er alltaf góð byrjun ;)
Í gær fórum við svo í göngutúr með vinafólki okkar, þar sem við röltum hafnarsvæðið og kíktum svo inná kaffihús til að fá okkur heitt kaffi og kakó. Þjónustustúlkan á kaffihúsinu var alveg yfir sig ástfangin af strákunum þar sem hún sjálf er tvíburi ;) Einnig kom ca 90% af gestunum sem áttu leið út eða inn og spjölluðu við okkur um tvíburana ;) Sem okkur finnst bara vinalegt :)

Síðan í gærkvöldi fór ég á Íslendinga Þorrablótið hér í Aalborg og skemmti mér konunglega :) og ekki var það verra að ég vann gjafabréf í Rafting í Hvítá... Ég hlakka mikið til í sumar að prufa það :)

x x x
-hgg


No comments:

Post a Comment