Wednesday, February 13, 2013

Móðir og barn // Friðrik Karlsson




Það var eina nótt í byrjun desember að ég var eitthvað lítið sofin eftir brölt á strákunum!! Þannig að ég fór inná youtube í símanum og skrifaði "vögguvísa", mig vantaði bara eitthvað til að róa þá niður og fá þá til að sofna aftur. Ég spilaði það lag sem kom fyrst upp! Vögguvísa af disknum Móðir og barn eftir Friðrik Karlsson (söngur: Sessý) var það sem ómaði úr símanum og svínvirkaði á þá báða!! þeir steinsofnuðu!! ég nýtti mér lagið á youtube í rúmar tvær vikur og þar sem lagið var að virka svo fínt á kvöldin og næturnar, þá fór ég einn morguninn inná tónlist.is og keypti allann diskinn. Fyrstu þrjú lögin á disknum eru svona afslappandi lög án söngs og nota ég þau mest. Ég set tónlistina á og legg þá í rúmið á kvöldin, svo ca 5 mín seinna eru þeir báðir sofnaði!! virkar eins og töfrar :)

Ætlaði að vera búin að skrifa um þennan disk fyrir löngu, því vonandi getur þessi yndislega tónlist hjálpaði fleiri foreldrum og börnum :)



No comments:

Post a Comment