Emil töffari tilbúinn fyrir afmælisveislu :) |
Agnetha fær hjálp frá stóra bróður að blása á kertið :) |
<3 |
Komin í bústað... og Isak búinn að flækjast aðeins í teppinu ;) |
Tvö pör af tvíburum í bústað :) |
Á laugardaginn fórum við í eins árs afmæli til Agnethu Ýrar og strax eftir það brunuðum við útí bústað til Marie og Andy. Það var svo frábært að komast í bústað svona eina nótt og slappa af í nýju umhverfi. Tvíburasystkini Andy voru einnig með okkur í bústaðnum, þau Kasper og Julia. Þau eru sjö ára og fannst okkur Jacob alveg yndislegt að fylgjast með þeim og sjá hversu góðir vinir þau eru. Þau léku sér svo vel saman, þó svo að þau hefði líka aðeins ýt í hvort annað ;)
Við komum svo heim í gær og fórum við strax í að undirbúa matarboð fyrir dösnku fjölskylduna okkar. Það var pantað sushi og svo var ég með góðan eftirrétt handa liðinu :)
Það er svo yndislegt þegar nóg er að gera um helgar :)
Í síðustu viku pöntuðu mamma og amma sér ferð til okkar í maí :)
Ég hlakka mikið til að fá þær í heimsókn og vona að það verði orðið aðeins hlýrra :)
No comments:
Post a Comment