Við erum ný komin heim frá Herning þar sem við vorum í tæpa viku í sumarhúsi.
Jacob pantaði eitt lúxus sumarhús handa okkur sem var með uppþvottarvél og var ég alveg að elska það að þurfa ekki að standa í því að vaska upp á hverjum degi í fríinu okkar :)
Við fengum fullt af skemmtilegum vinum í heimsókn, þar sem við boðuðum góðan mat og höfðum það notalegt fyrir framan arininn.
Eins og fyrsta myndin sýnir þá var bíllinn alveg smekk fullur!! því þegar maður er með tvíbura þá þarf maður alltaf að hafa extra með, t.d. ferðarúm, matarstól ofl. þar sem aðeins er eitt af því fyrir í sumarhúsinu.
Á síðustu tveimur vikum hefur svo margt gerst hjá gleðigjöfunum okkar. Þeir eru farnir að skríða, sitja sjálfir og koma upp á hnén. Spurning hvort þeir byrji að labba í næstu viku ;) hahaha...