Thursday, March 28, 2013

Sumarhús // Herning












Við erum ný komin heim frá Herning þar sem við vorum í tæpa viku í sumarhúsi. 
Jacob pantaði eitt lúxus sumarhús handa okkur sem var með uppþvottarvél og var ég alveg að elska það að þurfa ekki að standa í því að vaska upp á hverjum degi í fríinu okkar :)
Við fengum fullt af skemmtilegum vinum í heimsókn, þar sem við boðuðum góðan mat og höfðum það notalegt fyrir framan arininn. 

Eins og fyrsta myndin sýnir þá var bíllinn alveg smekk fullur!! því þegar maður er með tvíbura þá þarf maður alltaf að hafa extra með, t.d. ferðarúm, matarstól ofl. þar sem aðeins er eitt af því fyrir í sumarhúsinu. 

Á síðustu tveimur vikum hefur svo margt gerst hjá gleðigjöfunum okkar. Þeir eru farnir að skríða, sitja sjálfir og koma upp á hnén. Spurning hvort þeir byrji að labba í næstu viku ;) hahaha...





Wednesday, March 27, 2013

Emil & Isak 8 mánaða






Þessir tveir gleðigjafar eru 8 mánaða í dag :)

Við fögnum þeim áfanga í sumarhúsi í Herning! Það er skítakuldi í Danmörku, og erum við því með kveikt uppí arininum og höfum það kósí á morgnana áður en við höldum út í daginn :)

Jacob bjó til þetta fína grindverk í kringum arininn þar sem E&I eru orðnir svo fljótir á sér og skríða útum allt ;)




Wednesday, March 20, 2013

Páska-Pakki frá Íslandi





Pósturinn færði okkur glaðning í morgunsárið með því að koma 
með pakka fullan af góðgæti frá Íslandi :)
Páskaegg fyrir foreldrana og stubbarnir á íslensku fyrir Emil og Isak :)

Takk elsku mamma fyrir þessa góðu sendingu! 
Páskarnir eiga eftir að verða miklu betri, bara fyrir það eitt að við höfum íslensk páskaegg :)

Það er hægt að kaupa páskaegg í Danmörku en eggin eru tóm að innan!! 
Það er ekkert skemmtilegt við það!!

Við erum búin að leigja sumarhús frá næstu helgi og ætlum því að slappa vel af um páskana :)



& other stories


& other stories - Fást hér

Fyrst ég var byrjuð að skoða skó fyrir strákana þá varð ég nú líka að kíkja á skó á mig fyrir sumarið :)
Þar sem ég gat ekki keypt mér skó síðasta sumar (vegna óbærilegs bjúgs í lok meðgöngunnar) þá er ekki mikið til að velja um í skóskápnum mínum fyrir þetta sumarið ;)
Rakst á þessa fínu skó frá & other stories, ég kíki kannski á þá þegar ég fer til Køben!!

Þetta er síðasti skó pósturinn í bili ;)



Tuesday, March 19, 2013

Fyrstu skórnir



Converse - Fást hér




Fuzzies - Fást hér


Melton - Fást hér

H&M - Fást hér

Waage - Fást hér

Bisgaard - Fást hér


Nú fer að koma að því að það þurfi að skóa drengina upp. Ég hef síðustu vikur velt þessu mikið fyrir mér, hvaða skó ég eigi að kaupa sem þeirra fyrstu skó!! Ég hef ýmsar hugmyndir um hvað ég vil handa þeim þar sem þeir eru ekki farnir að labba. Ég hef verið að skoða skó sem eru með skinni undir, en E&I eru víst með það stórar fætur að þeir eru alltaf komnir í stærðirnar fyrir ofan skinnskóna og þar sem er gúmmíbotn!! En hér að ofan má finna það sem ég rekist á á netinu :)
Við sjáum til hvað verður svo fyrir valinu ;)


Monday, March 18, 2013

Skype-date



Emil <3




Barnavagninn okkar er aftur orðinn bilaður og því er innivera það eina í stöðunni!!!
Ekki er þá verra að leika sér með ömmu í Eyjum í gegnum skype :)
Þarna er Isak að sýna henni tennurnar sínar ;) já hann er kominn með tvær!!
Við elskum hvað tæknin gerir það auðvelt og skemmtilegt að vera í sambandi við vini og ættingja heima á Íslandi :)

Við erum búin að bóka sumarfríið okkar til Íslands í sumar :) 
víííí ég var síðast á Íslandi yfir sumartíma árið 2010!!! þannig að það er kominn tími til að ég fái smá af þessu góða íslenska sumri sem búið er að vera síðustu ár ;)



Thursday, March 14, 2013

3 hjól undir "bílnum"!!





Í dag lenti ég í því að eitt hjólið á vagninum datt af, leið og ég kom út frá einni verslurnarmiðstöðinni niðrí bæ (ég þurfti nauðsynlega að kíkja aðeins í H&M)!! 
Ég var svo heppin að Jacob var kominn heim úr vinnunni 
og gat því komið og bjargað mér og tvíburunum ;)
Á meðan ég beið eftir að Jacob kæmi að sækja okkur (ca. 15 mín) 
þá stoppuðu sex manns og tilkynntu mér að það vantaði eitt hjól undir vagnin minn ;)
Ég kinkaði kolli og brosti til þeirra!! :)
Maðurinn minn reddaði svo auðvitað málunum þegar heim var komið og er vagninn eins og nýr ;)



Wednesday, March 13, 2013

Mæli með...



       



www.kids-world.dk

Mig langaði að mæla með einni netverlsun fyrir ykkur! 
Kids-world.dk er netverlsun með barnaföt, 
Ég pantaði buxurnar hér að ofan fyrir E&I ( litirnir pössuðu bara akkúrat fyrir þá)
og voru þær komnar næsta dag, og það besta er að þeir senda frítt innan Danmerkur :)
Einnig senda þeir annað í Evrópu gegn kostnaði.
Þeir selja öll vinsælustu merkin (Molo, småfolk, joha, katvig, ofl.)
og eru duglegir að koma með útsölur og tilboð,
þannig að mér datt í hug að einhverjir íslendingar gætu nýtt sér þessa síðu
þar sem það eru margir sem þekkja einhvern í Danmörku sem þeir gætu látið senda til
eða bara að láta senda það til Íslands :)




Tuesday, March 12, 2013

Sól sól skín á mig...




Sólin er farin að láta sjá sig annaðslagið og gerir það göngutúrana ennþá betri :)

Tanntakan er farin að segja til sín hjá litlu demöntunum mínum, sem skilar sér í svefn litlum nóttum og mömmusjúkum strákum!! þannig að þá daga sem við höfum ekki nein plön þá legg ég mig með Emil og Isak í fyrri lúrnum þeirra. Það er alveg nauðsynlegt þegar maður er búinn að vera á fótum mest alla nóttina og heldur úti leiklandi á daginn fyrir þá ;)


Monday, March 11, 2013

Helgarbrunch



Leikfélagarnir Isak, Emil og Andrea Rós


Við fengum Helgu, Søren og Andreu Rós í brunch á laugardaginn. Við erum að tala um egg, beikon, pönnukökur, ný bakað brauð, ávexti og að sjálfsögðu extra gott kaffi latte :) 
Síðan enduðu ég og Jacob daginn á tónleikum með Mads Langer í Randers
Fullkominn laugardagur!! :)



Friday, March 8, 2013

Föstudags





Emil sendir ykkur þetta ómótstæðilega bros til að taka með inni helgina :)

Eigið góða helgi :)



Thursday, March 7, 2013

Tannálfur



Isak <3


<3

Fyrsta tönnin komin í hús!!! 
Þetta kom okkur foreldrurun mjög á óvart. Ég hef ekki sett slefsmekki á strákana síðan fyrir jól og allir hafa sagt okkur að þegar tennurnar koma að þá muni þeir slefa endalaust. Svoleiðis hefur það ekki verið hjá þeim. En það var Isak sem fékk fyrstu tönnina og núna bíðum við eftir fyrstu tönninni hans Emils :)



Wednesday, March 6, 2013

Video // Isak





Eitt af því fyndnara sem Isak hefur séð er labbandi hundur ;)
Þegar þeir vöknuðu eftir lúrinn sinn fengu þeir að setjast upp í barnavagninum.
Isak fékk þá augu á hundinn og hló í ca 10 mín af honum :)
Emil var ennþá svo þreyttur að hann var bara pollrólegur við hliðina ;)


Tuesday, March 5, 2013

Sunnudags leikfimi Emils!!








Emil byrjað á þessu um helgina 
og var mest allan sunnudaginn með rassinn uppí loftið ;)
Bróðir hans fylgdi svo í kjölfarið í gær, Mánudag 
og eru þeir félagar í ströngum æfingum allan daginn ;)



Monday, March 4, 2013

Vorið er komið... :)













Það er svo yndislegt að sólin sé komin og veðurkortin séu loksins farin að sýna plús tölur (allavega á daginn) :) Maður fyllist af orku af því einu að sjá sólina skína inn um gluggann!!
Við áttum rólega helgi útá landi. Jacobs foreldrar búa á sveitabæ sem liggur ca 30 mín frá okkur. Þau voru ekki heima um helgina, þannig að við fórum í helgarfrí í sveitina. Manni líður eins og í sumarbústað þegar maður kemur þarna í rólegheitin og kyrrðina.

Við tókum góðan göngutúr með hundinn þeirra, niður í bæinn þar sem Jacob fór í skóla sem barn, þannig að ca klukkutíma göngutúr varð að tveggja tíma göngutúr þar sem allir þeir sem við mættum þekktu Jacob og vildu endilega spjalla og sjá Emil og Isak. Meira að segja voru nokkrir sem komu keyrandi framhjá sem stoppuðu bílinn og komu út til að spjalla ;) 
Barnavagninn sem strákarnir eru í, er gamall Odder tvíburabarnavagn, sem tengdaforeldrar mínir keyptu þegar þeir vissu að tvíburar væru á leiðinni, svo við þyrftum ekki að taka okkar vagn með í hvert skipti sem við komum í heimsókn :) Mér finnst þessi vagn svo flottur, hann er dökk blár úr leðri og það er svo mikill retro stíll yfir honum :)