Wednesday, March 20, 2013

Páska-Pakki frá Íslandi





Pósturinn færði okkur glaðning í morgunsárið með því að koma 
með pakka fullan af góðgæti frá Íslandi :)
Páskaegg fyrir foreldrana og stubbarnir á íslensku fyrir Emil og Isak :)

Takk elsku mamma fyrir þessa góðu sendingu! 
Páskarnir eiga eftir að verða miklu betri, bara fyrir það eitt að við höfum íslensk páskaegg :)

Það er hægt að kaupa páskaegg í Danmörku en eggin eru tóm að innan!! 
Það er ekkert skemmtilegt við það!!

Við erum búin að leigja sumarhús frá næstu helgi og ætlum því að slappa vel af um páskana :)



No comments:

Post a Comment