Monday, March 4, 2013

Vorið er komið... :)













Það er svo yndislegt að sólin sé komin og veðurkortin séu loksins farin að sýna plús tölur (allavega á daginn) :) Maður fyllist af orku af því einu að sjá sólina skína inn um gluggann!!
Við áttum rólega helgi útá landi. Jacobs foreldrar búa á sveitabæ sem liggur ca 30 mín frá okkur. Þau voru ekki heima um helgina, þannig að við fórum í helgarfrí í sveitina. Manni líður eins og í sumarbústað þegar maður kemur þarna í rólegheitin og kyrrðina.

Við tókum góðan göngutúr með hundinn þeirra, niður í bæinn þar sem Jacob fór í skóla sem barn, þannig að ca klukkutíma göngutúr varð að tveggja tíma göngutúr þar sem allir þeir sem við mættum þekktu Jacob og vildu endilega spjalla og sjá Emil og Isak. Meira að segja voru nokkrir sem komu keyrandi framhjá sem stoppuðu bílinn og komu út til að spjalla ;) 
Barnavagninn sem strákarnir eru í, er gamall Odder tvíburabarnavagn, sem tengdaforeldrar mínir keyptu þegar þeir vissu að tvíburar væru á leiðinni, svo við þyrftum ekki að taka okkar vagn með í hvert skipti sem við komum í heimsókn :) Mér finnst þessi vagn svo flottur, hann er dökk blár úr leðri og það er svo mikill retro stíll yfir honum :)



No comments:

Post a Comment