Thursday, September 20, 2012

Gott ráð...

Kanilsnúðar


Við erum umkring svo góðu fólki hérna í Álaborg, fjölskyldu og vinum sem vilja gera allt til að hjálpa okkur. Þegar þau koma í heimsókn þá koma þau með köku með sér og fjölskyldan kemur ávalt með e-ð í frystirinn okkar (sem er einmitt fullur núna af mat sem fljótlegt er að hita upp). Þetta er algjörlega ómetanlegt hjálp. Það sem við eigum í frystirnum núna eru heimatilbúinar kjötbollur, pizzasnúðar, fiskibollur, lasagne, Bolognes-sósa ofl. Þannig á virkum dögum þegar Jacob hefur átt langan vinnudag og ég ekki haft tíma til að undirbúa kvöldmatinn þá er bara gripið e-ð gott úr frystirnum og vola maturinn til :) Einnig fyrst eftir að við komum heim af spítalanum og gestagangurinn var hvað mestur þá komu gestirnar óbeðnir með e-ð með sér, sem var líka algjört æði, þannig að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því finna e-ð til á borðin handa gestunum. Svo ég tala nú ekki um hvað er gott að smakka nýjar kökur frá öðrum því ég er orðin pínu föst í því sama þegar ég baka. :) 

Þannig fyrir ykkur sem þekkið einhvern sem er nýlega búin að eignast barn/börn, og ykkur langar að hjálpa til, en þið vitið ekki alveg hvernig. Þá myndi ég skella í kanil- og pizzasnúða og skilja eftir í frystinum þeirra :) Ég lofa ykkur að það mun slá í gegn :) Ég vildi óska að ég hefði fattað þetta hérna áður fyrr þegar vinir mínir voru að eignast börn...



x x x
-hgg




No comments:

Post a Comment