Friday, November 29, 2013

Að versla í matinn með tvíbura eða eitt barn!!



Ég hef aldrei miklað það fyrir mér að verlsa í matinn með strákana mína og hef ég aldrei upplifað neikvætt viðhorf frá öðrum viðskiptavinum eða starfsfólki verslana, þegar ég mæti með innkaupakerruna. Mjög oft, þá meina ég í svona 90% tilvika, lendi ég á spjalli við einhvern vinalegann í búðinni útaf því að ég er með tvíbura, þar sem ég er spurð útí hvort þeir séu ein- eða tvíeggja og hvort þetta séru strákar eða stelpur. Svo fylgir oft samræðunni að þeir þekki einhvern sem er tvíburi. 
Þegar það kemur svo fyrir að við förum í búðina seinnipartinn eftir að ég hef sótt þá í vöggustofuna og þeir ekki alveg með þolinmæðina á hreinu allan tíman, þá brosir fólk yfirleitt til mín og gefur með vorkunarsvip og segir eitthvað í þá áttina "æ þetta má vera erfitt með tvo"!! 
Svona er þetta búið að vera síðasta eitt og hálft ár og þekki ég því ekkert annað!!

Nema að um daginn þá var Jacob heim með Isak veikann en Emil var hress og fór í vöggustofuna. Á leiðinni heim seinnipartinn þruftum ég og Emil að koma við í búð eins og svo oft áður. Nema að núna ákvað ég að leyfa Emil að fá svona lítla innkaupakerru til að labba með. Á þeirra aldri er ekki fræðilegur möguleiki að ég alein gæti stjórnað þeim báðum í einu með svona inkaupakerru, þannig að núna var Emil svo heppinn að vera einn í búðinni með mér. Emil fannst þetta svo gaman að hann hljóp af stað með kerruna inn í búðina og tók 15 hringi í kringum grænmetiseyjuna, svo komum við að mjólkurkælirnum og Emil vildi ekki setja mjólkina í kerruna heldur halda á henni. Þarna þurfti ég að tala hann aðeins til, til að fá mínu fram að mjólkin færi í kerruna og að við myndum fara að kassanum til að borga. Emil var ekki alveg sáttur í fyrstu og lét alla í búðinni vita af því. Þegar ég lít upp í kringum mig þá horfa allir á okkur með svona "hefuru ekki stjórn á barninu þínu" svip, sem ég hef ALDREI upplifað áður þegar ég er með þá báða!
Þannig að næst þegar að þið sjáið foreldra útí búð með barnið/börnin sitt/sín sem lætur aðeins heyra í sér, ekki gefa þá frá ykkur einhvern súrann svip heldur brosið til þeirra, þannig að foreldrarnir haldi ekki að allir í búðinni hafi hringt á barnaverndayfirvöld og að þau bíði þeirra þegar þau koma heim!! :)




Vonandi eigið þið góða helgi :)


1 comment:

  1. Hahaha æji sæti, voðalega glaður með kerruna sína :)

    ReplyDelete