Monday, November 4, 2013

Hjólabræður





Rétt eftir að strákarnir fæddust barst okkur gjöf frá nágrönnum tengdaforeldra minni. Það voru tvö þríhjól, þessi gömlu góðu sem notuð eru á leikskólum. Nágranninn hafði fengið hjólin gefins þar sem átti að henda þeim, en í staðinn gerði hann þau upp. Hann s.s. málaði hjólin blá, smíðað ný sæti og setti ný handgrip á. Núna líta hjólin út eins og ný :) Um helgina prufuðum strákarnir hjólin í fyrsta skiptið og var það mjög vinsælt :) Emil vildi nú helst bara ýta Isak áfram eins og hann er vanur að gera með brio-vagninn hér heim :)


Hvað getur maður beðið um meira í lífinu heldur en tvo svona glaða og yndislega bræður? 
Ég á ennþá erfitt með að trúa því að líkaminn minn hafi geta framleitt tvö börn í einu... Það er náttúrulega bara kraftaverk!! :)



No comments:

Post a Comment