Monday, February 3, 2014

Helgarbrunch og bókasafnsdeit



Ég að reyna að koma hádegismat ofan í drengina ;)
Emil

Ég eyddi helginni saman með prinsunum mínum á rauða dreglinum ;) Meiningin var að við ætluðum að borða hádegismat á kaffihúsi inní Nordkraft en E&I gátu ekki setið kyrrir... og þetta endaði með því að þeir hlupu útum allt með muninn fullan af brauði (sem ég hafði keypt hjá bakaranum á móti) ;) Eftir að strákarnir voru búnir að hlaupa af sér alla orku sofnuðu þeir, þannig að við gátum borðað brunch saman með góðum vinum :)

Isak syngur og prílar :)

Yfirvinna í bakaríinu..

Emil reiknar dæmið til enda, á meðan Isak er tilbúinn með kortið til að borga :)

Mille-Marie 

Eftir brunchinn (lúrinn ;)) kíktum við á Bókasafnið niðrí bæ sem er algjör draumur fyrir börn (og foreldra), þar er risaleiksvæði þar sem strákarnir geta gleymt sér í marga tíma :)
Við eigum pottþétt eftir að kíkja þanngað aftur.





No comments:

Post a Comment