Friday, February 21, 2014

Það sem þú ættir EKKI að segja við mig ;)





Myndina að ofan sá ég einhversstaðar á netinu fyrir nokkrum vikum síðan..... og hef ég hugsað um myndina annars lagið síðan!! Allt þetta hefur verið sagt við mig og Jacob, en ég hef ekki fundið fyrir því að það hafi haft nein áhrif á okkur.... jú kannski þegar fólk spyr hvort við séum þá hætt að eignast börn.... þá verð ég alveg: "bíddu, heldur hún að við getum ekki ráðið við fleiri börn!!!" og ég finn hvernig keppnisskapið rís inní mér... ;)
Svo fór ég að pæla í því sem hefur verið sagt við mig og fundist óþæginlegt. En það er þegar fólk byrjar að segja manni frá einhverjum sem það þekkir eða jafnvel einhver sem það þekkir sem þekkir einn sem fékk tvö sett af tvíburum!!!! og svo spyr það, hvað myndiru gera ef þú fengir tvíbura aftur??? ja krakkar mínir þegar stórt er spurt þá getur verið fátt um svör.... en ég hef alltaf svarað því þannig að þá veit ég alveg uppá hár hvað ég eigi að gera, því ég ætti að geta kallað mig reynslubolta!! :)
En það sem þetta snýst um hjá mér allavega er að þegar ég hafði ímyndað mér mína fyrstu meðgöngu og fæðingarorlof þá var alltaf aðeins eitt barn í myndinni. Þannig að ef við eignumst fleiri börn þá myndi mig langa til að prufa að ganga með eitt barn og geta átt notalegri og rólegri stundir með nýfædda barninu :) Því fæðingarorlof með tvíbura er eitt stórt púl (blóð,sviti og tár), þar sem Jacob fékk 14 daga í fæðingarorlof!! Og þegar þessi spurning kemur um hvað ég myndi gera ef að við fengjum tvíbura aftur, þá langar mig mest bara til að gráta og spurja viðkomandi "WHY!! WHY!!! afhverju þarftu að spurja mig að þessu"!!! Þannig næst þegar þið hittið mig meigið þið endilega sleppa þessari spurningu ;)
Nú má samt enginn misskilja mig.... því að ég elska strákana mína útaf lífinu og hér hefur verið líf og fjör frá fyrsta degi!! ég myndi ekki vilja skipta þeim út fyrir nokkuð annað!! En síðan þeir fóru að labba þá má vægt til orða taka að það sé búið að vera erfiðasta tímabilið okkar með þá, því þeir eru óvitar sem eru útum allt og allsstaðar án þess að mér finnist ég hafa fulla stjórn á þeim!! og því getur hugsunin um að eigast tvö í viðbót verið ógnvegjandi þegar mér finnst ég ekki hafa 100% stjórn á tveimur eins og er.

Góða helgi elsku vinir og ættingar :) 
Við ætlum í bústað á morgun og vera í heila viku.... :)


1 comment:

  1. Hafið það gott í bústað elskurnar, love og knús :*
    -E

    ReplyDelete