Tuesday, April 30, 2013

Lífið síðustu daga









Ég er búin að vera óvanalega þreytt síðustu tvær vikurnar, sem hefur orðið til þess að ég hef verið óvanalega léleg að taka myndir! Jacob átti afmæli á föstudaginn sem við héldum uppá með kökum og kaffi, út að borða um kvöldið og hittumst svo með góðum vinum eftirá. En ég tók ekki eina einustu mynd allan daginn!! Ég verð að fara að taka mig á :) En strákarnir eru farnir að sofa aðeins betur á næturnar þannig að ég er farin að ná aðeins betri svefn, en markmiðið er að þeir sofi í gegnum alla nóttina áður en við förum til Íslands í sumar!! Þetta er allt í vinnslu :)

Fyrstu tvær myndirnar eru frá því á laugardaginn þegar við röltum í góða veðrinu niðrí bæ til að kíkja í búðir og fengum okkur svo brunch í góða veðrinu :)

Síðasta myndin er svo frá því í gær þegar við hittumst með Otto og Vera og var mikið fjör að hittast loksins aftur, þar sem það var svo langt síðan síðast :)



Wednesday, April 24, 2013

Fjällräven mini



Emil og Isak verða að eignast svona fínar fjällräven mini bakpoka :) 
Þeir yrðu náttla mestu krúttin á leiðinni í vöggustofuna sína hver með sinn bakpoka!

Nú þarf ég bara að vanda valið vel hvaða lit eigi að kaupa :)



Monday, April 22, 2013

Úti í garði










Við nutum okkar í garðinum okkar um helgina á meðan Jacob gerði hjólin okkar klár fyrir sumarið og þreif golfsettið sitt. Þegar golfkúlurnar byrjuðu að streyma úr golftöskunni á grasið þá voru E&I ekki lengi að koma sér á staðinn og smakka á þeim :)
Einnig skoðuð þeir sig um í garðinum og á einum tímapunkti þá skriðu þeir hver í sína átt!! Þannig að við fengum smá sýnishorn af því hvernig þetta verður þegar þeir fara að labba og hlaupa hver í sína átt... hvað á maður þá að gera ;) 

Næsta skref er að sækja garðhúsgögnin og grillið!!! Get ekki beðið eftir sumrinu :)



Friday, April 19, 2013

Föstudagsgestir






Við fengum Elvu og Amelíu Ósk í heimsókn í dag :)

Amelía Ósk er fædd einni viku á eftir Emil og Isak. Þær mæðgur komu inná stofuna okkar á sjúkrahúsinu daginn sem við fórum heim :) 
Og hafa þessar dúllur því fylgst að næstum því frá fæðingu.

Amelíu Ósk var heldur betur hrifin af Isak og smellti einum góðum kossi á hann, þetta gerist varla krúttlegra!!




Tilbúnir i sumarið :)




Þessir bræður eru búnir að eignast sín fyrstu sólgleraugu og eru tilbúnir fyrir sumarið :)
Mér finnst þetta ekki gerast mikið krúttlegra en þegar þeir skríða um allt hús með fínu sólgleraugun sín og spara ekki brosin sín :)

Ég vona að þeir séu að vera þreyttir á því að leika sér í ganginum þar sem skórnir eru!! Þeir hljóta að fara að finna eitthvað meira spennandi og hreinna til að leika sér með ;)

Góða helgi :)




Wednesday, April 17, 2013

Sumarplön

Fyrsta skiptið á slackline







Í cable-park í KBH


Í gærkvöldi var ég að fara í gegnum gamlar myndir og prenta út. Þá rakst ég á þessar gömlu slackline myndir og varð ég því enn spenntari fyrir sumrinu og öllu því sem ég ætla að gera (sem var ekki möguleiki síðasta sumar vegna þess að ég var háólétt). Fyrst á dagskrá hérna í lok maí eða byrjun júní er að fara í caple parkinn á wakebord og síðan ætla ég að halda áfram að æfa mig á slackline og vera orðinn meistari í lok sumars ;) Já það er engin óléttumagi sem heldur aftur af mér þetta sumarið ;)

Ég er farin að búa til sumarlistann minn fyrir þetta sumarið!!



Monday, April 15, 2013

Róló









Fann loksins ungbarnarólu og fengu því strákarnir að prufa í fyrsta skipti að róla einir.
Þeir alveg elskuðu það.... og það er ekki minna skemmtilegt að vera sá sem horfir á einn róla 

Vorið mætt eins og lofað var... og því fögnuðum við með langri útiveru í dag :)



Sunday, April 14, 2013

Vordagar






Photos: Maja Rasmussen

Vorið er búið að vera á leiðinni alla þessu viku en veðurfræðingarnir fresta því alltaf á síðustu stundu!! þannig að ég held fast í vonina um að vorið komi á morgun, spáin segir 16 gráður og sól :) Ég er einmitt  búin að vera að skipta út flís og ullar göllum/húfum hjá E&I í léttari jakka og húfur :)

Ég ætla að draga strákana mína út í góðan göngutúr á eftir þegar þeir vakna frá morgunlúrnum sínum :)

Eigið góðan sunnudag :)



Wednesday, April 10, 2013

Miðvikudagur

Emil 

Isaks brosir og sýnir tennurnar sínar
Photos: Maja Rasmussen

Um helgina gerðum við herbergið hjá stráknum klárt og af því tilefni færðum við rúmin þeirra yfir í þeirra herbergi! Ég á ennþá eftir að prenta út nokkrar myndir og setja loka höndina á herbergið. 
Þannig að þegar herbergið er tilbúið þá koma myndir :)
Hér að neðan eru svo nokkrar sneak peak myndir





ps. er búin að láta laga myndavélina á símanum mínum... þannig að núna get ég haldið áfram að taka skrilljón myndir af demöntunum mínum :)


Thursday, April 4, 2013

Bræður að leik



Emil er hér með vinsælasta dótið á heimilinu. 
Isaki býr sig hér undir að ná því af bróður sínum.

Emil missir dótið... Isak nýtir tækifærið.....

...og nær dótinu!

En Emil vill endilega fá dótið aftur!

Það tókst... en ekki eru allir jafn glaðir :/

Stóru strákarnir mínir leika sér meira og meira saman með hverjum deginum. Þar af leiðandi getur stundum komið upp smá ósætti þegar þeir vilja endilega leika sér með sama dótið! 
Þessi bjalla sem þeir eru að leika sér með á myndunum fyrir ofan er geymd uppá skáp þar sem þeir ekki ná til... þar sem alltaf þegar hún kemur í umferð endar einn þeirra grátandi :/

Það er líf og fjör á heimilinu þessa dagana :)

Myndir teknar af hæfileikaríku Maja Rasmussen

Update!!




Einn af strákunum komst í símann minn og fannst hann bragðast svo vel að þegar ég loksins sá það var það of seint!!! slefið var komið inní myndavélina og eru því allar myndirnar sem ég tek á símann minn eins og þessi hér að ofan!! svona fallega skýjaðar :/

En ég ætla að reyna að kippa þessu í liðinn í dag og ath hvort ekki einhver getur laga þetta fyrir mig.... annars er það bara nýr sími!! ;)

Það virkar nefnilega ekki að vera ein heima með þessa fallegu stráka allan daginn og ekki vera með myndavél :)