Ég er búin að vera óvanalega þreytt síðustu tvær vikurnar, sem hefur orðið til þess að ég hef verið óvanalega léleg að taka myndir! Jacob átti afmæli á föstudaginn sem við héldum uppá með kökum og kaffi, út að borða um kvöldið og hittumst svo með góðum vinum eftirá. En ég tók ekki eina einustu mynd allan daginn!! Ég verð að fara að taka mig á :) En strákarnir eru farnir að sofa aðeins betur á næturnar þannig að ég er farin að ná aðeins betri svefn, en markmiðið er að þeir sofi í gegnum alla nóttina áður en við förum til Íslands í sumar!! Þetta er allt í vinnslu :)
Fyrstu tvær myndirnar eru frá því á laugardaginn þegar við röltum í góða veðrinu niðrí bæ til að kíkja í búðir og fengum okkur svo brunch í góða veðrinu :)
Síðasta myndin er svo frá því í gær þegar við hittumst með Otto og Vera og var mikið fjör að hittast loksins aftur, þar sem það var svo langt síðan síðast :)
No comments:
Post a Comment