|
Emil er hér með vinsælasta dótið á heimilinu. |
|
Isaki býr sig hér undir að ná því af bróður sínum. |
|
Emil missir dótið... Isak nýtir tækifærið..... |
|
...og nær dótinu! |
|
En Emil vill endilega fá dótið aftur! |
|
Það tókst... en ekki eru allir jafn glaðir :/ |
Stóru strákarnir mínir leika sér meira og meira saman með hverjum deginum. Þar af leiðandi getur stundum komið upp smá ósætti þegar þeir vilja endilega leika sér með sama dótið!
Þessi bjalla sem þeir eru að leika sér með á myndunum fyrir ofan er geymd uppá skáp þar sem þeir ekki ná til... þar sem alltaf þegar hún kemur í umferð endar einn þeirra grátandi :/
Það er líf og fjör á heimilinu þessa dagana :)
Myndir teknar af hæfileikaríku Maja Rasmussen
No comments:
Post a Comment