Ég og strákarnir byrjuðum daginn á því að kaupa nýja hjálma, því að hjólavagninn sem við pöntuðum kom í gær!! þannig að núna erum við tilbúin fyrir alla hjólatúrana :) Spurningin er samt í hversu góðu hjólaformi ég er?? þar sem um síðustu helgi hjólaði ég í fyrsta skiptið í 10 mánuði!!! já það er langur tími án þess að hjóla og sérstaklega þegar maður býr í DK :)
Síðan röltum við niður í Østre anlæg og borðuðum hádegismatinn okkar í sólinni :) Við lékum okkur svo í rólunni á leiksvæðinu, þar sem Emil og Isak stein þögðu leið og þeir komu í róluna!! frekar ólíkt þeim þessa dagana þar sem þeir eru algjörir öskur apar ;) hahaha.. þeir geta mjög auðveldlega æst hvorn annan upp í öskrunum
Njótið þess að vera í fríi í dag :)
No comments:
Post a Comment