Friday, May 31, 2013

****








Þegar við vorum búin að vera í smá stund á róló í gær þá komu tvær stelpur til að leika sér. Strákarnir fóru strax til þeirra og vildu leika með þeim... greinilega meira spennandi en að leika við mig!!! ;) Það var gaman að sjá að þeir eru alls engar mannafælur eða feimnir, en ætli það hjálpi ekki til að þeir eru alltaf tveir saman og finna öryggi frá hvor öðrum :)

Á efstu myndinni má sjá fínu tennurnar hans Isaks, en hann er að fá fjórar tennur í efri gómi, litla skinnið :)

Svo er það kominn einn föstudagurinn í viðbót, sem sagt það er helgi framundan. Við elskum helgar því þá er Jacob heima allan daginn!! :) Það þýðir extra hendur til að hjálpa mér með mjög svo virku strákana okkar :)

Vonandi eigið þið góða sjómannadagshelgi, væri gaman að geta skroppið til Eyja og tekið þátt í hátíðarhöldunum :)


Wednesday, May 29, 2013

Lífið síðustu daga


// Var boðin á forútsölu í gærkvöldi og keypti mér fallegan kjól fyrir sumarið :) Það var svo stappað af fólki inní búðinni að raðirnar náðu útá götu og það leið yfir einn viðskiptavininn vegna þungs lofts!! Danirnir kunna að starta útsölum - Allt í búðinni var á 40% afslætti //




// Karnivalið var um síðustu helgi og á meðan allir voru skrautlega klæddir í göngunni og vel í því, áttum við voða kózý deit niðrí bæ :) yngsta systir Jacobs spurði okkur einmitt hversu gömul við værum eiginlega orðin ;) //





// Við vorum svo heppin að fá Stine í heimsókn, hún var í vinnuferð hérna í Álaborg og ákvað að vera eina nótt í viðbót og gista hjá okkur :) Hún hjálpaði einmitt til við að passa uppá að Emil & Isak skriðu ekki útúr garðinum okkar. Það er nóg að gera í því starfi :) 
Faster Lone kom einnig og kíkti á okkur í góða veðrinu :) //



// Hvað er betra en gott sushi í góðravinahóp :) //

Monday, May 27, 2013

Sól & sumar á sunnudegi


Í gær var veðrið alveg yndislegt, þannig að við fjölskyldan eyddum öllum deginum úti. Við hjóluðum góðan hjólatúr og fundum svo þetta velgeymda leiksvæði, sem er algjört æði og við eigum alveg pottþétt eftir að fara þarna aftur. En við tókum nesti með okkur og borðuðum því hádegismatinn okkar á þessu leiksvæði. Það er ekkert voðalega auðvelt að reyna að halda tveimur 10 mánaða peyjum á teppinu og einbeita sér af því að borða þegar hægt er að skríða útum allt og leika sér ;)





Hádegismaturinn borðaður úti :) 


Ég reyndi að ná fjölskyldumynd en strákarnir voru skriðnir útaf myndinni áður en timer-inn smellti af ;)






Emil & Isak elska að róla // Emil var ekki lengi að klifra uppá bekkinn og svo borðið // Núna höfum við loksins fundið okkar leiksvæði í hverfinu :)







Þeir bræður léku sér í fyrsta skiptið í sandkassa og það var sko mikið fjör. Isak var svo eitthvað að brölta í sandkassanum og dettur svona með andlitið í sandinn og þar sem mín börn eru alltaf vel þakin í sólarvörn þá klístraðist allur sandurinn fastur við andlitið hans :)


Við enduðum síðan daginn á grillveislu hjá vinafólki okkar, þar sem það voru nokkur börn eldri en Emil & Isak. Eftir matinn þá fengi börnin nammi og Emil lét þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara og týndi upp eitt nammi sem börnin hefðu misst niður á jörðin og þarna sat hann alsæll með sitt fyrsta nammi ;) hahahha... hann varð heldur betur ekki glaður þegar við tókum það af honum ;)



Friday, May 24, 2013

Héðan og þaðan af netinu




Ég hef safnað að mér linkum af netinu sem mig langar að deila með ykkur :)
Bræðurnir hér að ofan vona að þið eigið góða helgi :)


Og að lokum gott lag til að taka með sér inní helgina :)

Rihanna - Stay



Thursday, May 23, 2013

'Hvað ertu stór?'



Myndin hér að ofan er rúmlega tveggja vikna gömul. En eftir strangar æfingar siðan fyrir páska kom 'hvað ertu stór?' loksins hja Emil :) Isak gerir þetta aðeins þegar honum hentar en ekki eftir pöntun frá foreldrum sínum ;) 
Emil er svo montinn að hann er næstum allan daginn með hendurnar uppi lofti ;) og þegar pabbi hans kemur heim tekur hann a móti honum með því að skríða á ljós hraða til hans og skella svo höndunum uppi loftið :)


Emil í Kattholti 50 ára





Í morgunsjónvarpinu hérna í Danmörku fagna danirnir 50 ára afmæli Emils fra Lønneberg eða Emils í Kattholti eins og við þekkjum hann. Þeir rifja upp öll vandræðin sem hann kom sér sífellt í.

Fyrst eftir að við vorum búin að skíra strákana síðasta sumar þá voru flestir sem brugðust við Emils nafninu með því að segja " já eins og Emil í Kattholti" :) Það var nú ekki það fyrsta sem við hugsuðum þegar við völdum nafnið. En það er bara gaman af því að fólk tengir nafnið svona vel við þessa persónu :)

Til lukku með daginn Emil í kattholti :)


Tuesday, May 21, 2013

Hvítasunnuhelgin










Sólin og sumarið kom heldur betur á laugardaginn síðasta. Það var 23+ stiga hiti og sólin hátt á lofti. Það þýðir aðeins eitt á okkar heimili... SÓLARVÖRN og mikið af henni ;) Fjölskyldumeðlimir á þessu heimili eru frekar þollitlir fyrir sól og þess vegna er sólarvörnin ekki nóg heldur sitjum við í skugganum frá "fínu" Tuborg sólhlífinni okkar ;)

Við grilluðum og borðuðum nánast allan daginn!! eftir allan matinn þá vildum við leggjast á teppi á grasið og slappa af! Ef einhver hefur prufað að slappa af á teppi með barn sem er farið að skríða útum allt, þá veit hinn sami að það er ekki mjög afslappandi, þannig að við enduðum með því að vera á hlaupum útum allan garð á eftir Emil & Isak sem stoppuðu mjög stutt á teppinu!! ;) þá veit ég það fyrir sumarið.... engin afslöppun :)

ps. við erum núna búin að slá blettinn... börnin týndust næstum því í öllu þessu grasi ;)


Fyrsti hjólatúrinn









Hjólavagninn var settur saman um helgina og við fórum okkar fyrsta hjólatúr sem fjölskylda. E&I voru alveg að fila þetta :) við hjóluðum á vöggustofuna sem þeir byrja á í ágúst, til að sjá hvernig aðstæður værum og prufuðum rólurnar :) okkur lýst mjög vel á þessa vöggustofu, kannski aðeins of mikill sandur á leiksvæðinu, sem ég sá að mun koma heim með þeim á hverjum degi ;)


Sunday, May 19, 2013

Mamma & amma í heimsókn



Ánægðir að ömmurnar voru mættar til DK :)

Emil & amma



Smá kaffipása í verslunarferðinni :)


Fékk mér kaffi og einn RISA snúð!! :/

E&I elska dýr alveg eins og mamma sín ;)


Fjórir ættliðir :)
Varð að birta þessa mynd aftur þar sem mér þykir svo vænt um hana!!

Mamma mín og amma voru hjá okkur um síðustu helgi. Veðrið var nú ekkert uppá marga fiska, það rigndi alla dagana. Við fórum einn daginn til Skagen sem endaði með því að við í rauninni keyrðum í tæpa 2 tíma til að fá okkur að borða á kaffihúsi og keyrðum svo aftur heim!!! Því það rigndi svo mikið!!!

Ömmurnar dekruðu heldur betur við okkur öll, á meðan þær voru hérna. Strákarnir eignuðust sínar fyrstu íslensku bækur sem er orðið af upphálds dótinu þeirra :)

Þetta var svo yndislegur tími að fá þær í heimsókn og getum við ekki beðið eftir að hitta þær aftur eftir 2 mánuði :) þá á ÍSLANDI!!!




Wednesday, May 15, 2013

Daft Punk - Get Lucky





Við fjölskyldan dönsuðum við þetta lag í morgun áður en Jacob fór í vinnuna, við erum að elska þetta lag hjá Daft Punk. 
Það er ekkert betra en að byrja daginn á að dansa um alla stofuna :) 
Emil og Isak spara heldur ekki brosin og hláturinn á meðan :)

Ert þú búin/n að dansa í dag?? ;)


Tuesday, May 14, 2013

LEGO lunch box





Emil og Isak eru komnir með pláss á vöggustofu og í tilefni af því þá gaf mamma þeim sín fyrstu nestisbox. Ég valdi fyrir þá LEGO lunch box í grænum lit. Allt er vænt sem vel er grænt :)
Þeir byrja í vöggustofu eftir tvo og hálfan mánuð!!! Tíminn er búinn að fljúga áfram. En framundan er vonandi bara sól og sumarveður, þannig að við getum notið tímans út á róló, í göngu- og hjólatúrum og  haldið fullt af grillveislum útí garði :)