Monday, May 27, 2013

Sól & sumar á sunnudegi


Í gær var veðrið alveg yndislegt, þannig að við fjölskyldan eyddum öllum deginum úti. Við hjóluðum góðan hjólatúr og fundum svo þetta velgeymda leiksvæði, sem er algjört æði og við eigum alveg pottþétt eftir að fara þarna aftur. En við tókum nesti með okkur og borðuðum því hádegismatinn okkar á þessu leiksvæði. Það er ekkert voðalega auðvelt að reyna að halda tveimur 10 mánaða peyjum á teppinu og einbeita sér af því að borða þegar hægt er að skríða útum allt og leika sér ;)





Hádegismaturinn borðaður úti :) 


Ég reyndi að ná fjölskyldumynd en strákarnir voru skriðnir útaf myndinni áður en timer-inn smellti af ;)






Emil & Isak elska að róla // Emil var ekki lengi að klifra uppá bekkinn og svo borðið // Núna höfum við loksins fundið okkar leiksvæði í hverfinu :)







Þeir bræður léku sér í fyrsta skiptið í sandkassa og það var sko mikið fjör. Isak var svo eitthvað að brölta í sandkassanum og dettur svona með andlitið í sandinn og þar sem mín börn eru alltaf vel þakin í sólarvörn þá klístraðist allur sandurinn fastur við andlitið hans :)


Við enduðum síðan daginn á grillveislu hjá vinafólki okkar, þar sem það voru nokkur börn eldri en Emil & Isak. Eftir matinn þá fengi börnin nammi og Emil lét þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara og týndi upp eitt nammi sem börnin hefðu misst niður á jörðin og þarna sat hann alsæll með sitt fyrsta nammi ;) hahahha... hann varð heldur betur ekki glaður þegar við tókum það af honum ;)



No comments:

Post a Comment