Monday, May 13, 2013

Fjórir ættliðir





Við erum búin að hafa mömmu & ömmu í heimsókn um helgina og það var svo gaman að hafa þær. Ég er farin að sakna þeirra strax þó svo að þær séu bara nýfarnar útum dyrnar. Það getur stundum verið erfitt að búa erlendis, langt í burtu frá fjölskyldu og vinum, en skype bjargar mjög miklu og við elskum það :)

Við áttum yndislega helgi saman, þar sem ömmurnar dekruðu heldur betur við strákana mína og mig :)

Ég set inn fleiri myndir frá helginni í kvöld eða á morgun.



No comments:

Post a Comment