Thursday, May 23, 2013

Emil í Kattholti 50 ára





Í morgunsjónvarpinu hérna í Danmörku fagna danirnir 50 ára afmæli Emils fra Lønneberg eða Emils í Kattholti eins og við þekkjum hann. Þeir rifja upp öll vandræðin sem hann kom sér sífellt í.

Fyrst eftir að við vorum búin að skíra strákana síðasta sumar þá voru flestir sem brugðust við Emils nafninu með því að segja " já eins og Emil í Kattholti" :) Það var nú ekki það fyrsta sem við hugsuðum þegar við völdum nafnið. En það er bara gaman af því að fólk tengir nafnið svona vel við þessa persónu :)

Til lukku með daginn Emil í kattholti :)


No comments:

Post a Comment