Þegar við vorum búin að vera í smá stund á róló í gær þá komu tvær stelpur til að leika sér. Strákarnir fóru strax til þeirra og vildu leika með þeim... greinilega meira spennandi en að leika við mig!!! ;) Það var gaman að sjá að þeir eru alls engar mannafælur eða feimnir, en ætli það hjálpi ekki til að þeir eru alltaf tveir saman og finna öryggi frá hvor öðrum :)
Á efstu myndinni má sjá fínu tennurnar hans Isaks, en hann er að fá fjórar tennur í efri gómi, litla skinnið :)
Svo er það kominn einn föstudagurinn í viðbót, sem sagt það er helgi framundan. Við elskum helgar því þá er Jacob heima allan daginn!! :) Það þýðir extra hendur til að hjálpa mér með mjög svo virku strákana okkar :)
Vonandi eigið þið góða sjómannadagshelgi, væri gaman að geta skroppið til Eyja og tekið þátt í hátíðarhöldunum :)
No comments:
Post a Comment