Sunday, May 19, 2013

Mamma & amma í heimsókn



Ánægðir að ömmurnar voru mættar til DK :)

Emil & amma



Smá kaffipása í verslunarferðinni :)


Fékk mér kaffi og einn RISA snúð!! :/

E&I elska dýr alveg eins og mamma sín ;)


Fjórir ættliðir :)
Varð að birta þessa mynd aftur þar sem mér þykir svo vænt um hana!!

Mamma mín og amma voru hjá okkur um síðustu helgi. Veðrið var nú ekkert uppá marga fiska, það rigndi alla dagana. Við fórum einn daginn til Skagen sem endaði með því að við í rauninni keyrðum í tæpa 2 tíma til að fá okkur að borða á kaffihúsi og keyrðum svo aftur heim!!! Því það rigndi svo mikið!!!

Ömmurnar dekruðu heldur betur við okkur öll, á meðan þær voru hérna. Strákarnir eignuðust sínar fyrstu íslensku bækur sem er orðið af upphálds dótinu þeirra :)

Þetta var svo yndislegur tími að fá þær í heimsókn og getum við ekki beðið eftir að hitta þær aftur eftir 2 mánuði :) þá á ÍSLANDI!!!




1 comment:

  1. Hæ hæ :0) Yndislegar myndir af peyjunum og ykkur :) Frábær myndin af 4 ættliðum, mjög dýrmæt mynd <3 Hafið það sem allra best.
    Kær kveðja
    Halla frænka

    ReplyDelete