33 vikur |
Hérna í Danmörku er haldið voðalega vel utan um meðgönguna mína og stundum finnst mér þetta vera full vinna að mæta í allar þessar skoðanir og viðtalstíma sem eru skipulagðir alla meðgönguna. Í fyrsta tímanum mínum hjá ljósmóður hérna í Aalborg þá segir hún mér frá því að einu sinni í mánuði sé tvíbura kaffi á vegum ljósmæðramiðstöðvarinnar, þar sem verðandi tvíburamömmur og pabbar hittast frá 8.30 til 11.30. Fyrrihluta morgunsins þá er það ljósmóðurin mín sem segir frá fæðingu og/eða keisara og hvernig ferlið sé. Þetta er mjög fræðandi sérstaklega fyrir mig sem hef aldrei gengið í gegnum hvorutveggja. Síðan seinni hluta morguns þá koma tvíburamæður með ungana sína og segja frá þeirra reynslu og upplifun á fæðingunni og öllu því sem á eftir kemur. Til að mynda síðast þegar ég fór þá voru 6 mömmur sem komu og því voru 12 börn, alveg yndislegt <3
Ég hef farið 2x og hefur þetta skilið svo ótrúlega mikið eftir sig, bæði fræðilega og einnig að komast í sambandi við aðra tvíburaforeldra. Þetta er super afslappað að hætti Dana og fær fólk þarna tækifæri til að spjalla saman og miðla sinni reynslu og þekkingu. Pabbarnir hafa einnig mjög gaman af þessu þar sem þeir eru yfirleitt búnir að hópa sig saman útí horni þegar líða fer á og ræða um hvaða bílar henti nú best fyrir fjölskyldu sem hafa þarf tvíburabarnavagn og tvo bílstóla meðferðis :)
x x x
-hgg
Dásamlegt að fá að fylgjast hérna með ykkur, þetta mun verða hluti af daglega nethringnum :) knús
ReplyDeleteBjarney
Takk elskan :) verdum ad heyrast fjotlega :)
ReplyDelete