Monday, June 25, 2012

Undirbúningur // @E6

Þegar við leituðum eftir íbúð sem hentaði okkar stækkandi fjölskyldu, var ekki úr miklu að velja á því svæði sem við óskuðum okkar. Síðan var það eitt sunnudagskvöld sem við duttum í lukkupottinn, þar sem okkur bauðst íbúð í fínu húsi, með garði og bílskúr á því svæði sem við höfðum leitað mikið á. Sunnudaginn eftir vorum við flutt inn... þannig að þetta smell passaði :)
Við höfum verið að koma okkur fyrir svona hægt og rólega og sé ég núna að líklegast mun það taka okkur næstum út árið að gera húsið eins heimilislegt og við viljum hafa það.
Enn sem komið er þá er boðstofan uppáhalds rímið mitt, það er bara eitthvað svo sjarmerandi við svona bogaglugga í dönskum stíl :)


Mynd frá afmælinu hans Jacobs fyrr á þessu ári :)


Um helgina byrjuðum við á því að græja barnaherbergið, þar sem ca. 4 vikur eru í komu tvíburanna og ég finn vel að úthaldið mitt verður minna með hverri vikunni og því er gott að klára sem mest á meðan ég hef orkuna :) Við settum saman kommóðu fyrir barnafötin, ásamt því að setja saman annað rúmið. 
Ég mun setja inn myndir af herberginu þegar það verður tilbúið :)


x x x
-hgg


No comments:

Post a Comment