Wednesday, June 20, 2012

Eyjamaður í útlöndum yfir Þjóðhátíðina!!


Afi, ég & mamma inní tjaldi :)

Afi & amma með mig & Eyrúnu uppí brekku :)


Hversu sterk tengslin mín við eyjarnar, eru alltaf að verða skýrari og skýrari fyrir mér. Og þegar það fer að nálgast fyrstu helgina í ágúst þá byrjar fiðringurinn að segja til sín, alveg sama hvar í heiminum ég bý. Frá því ég fæddist þá hef ég sleppt 2x að fara á Þjóðhátíð!! Þannig að núna í ár verður það í mitt 3 skipti sem ég ekki mæti í dalinn. Þegar ég komst að því að ég væri ólétt og reiknaði út komu erfingjanna þá hugsaði ég: "ok þeir koma í kringum þjóðhátíðina og ég mun líklegast ekkert finna fyrir því að það sé að koma Þjóðhátíð þegar ég verð með tvo pínkulitla peyja til að hugsa um". En núna þegar það eru fréttir daglega um gang mála í eyjum tengdar þjóðhátíð, þá kemur þessi "mig langar að fara á þjóðhátíð" tilfinning. 


Þessi eyja sendir einhverja töfra frá sér sem enginn getur útskýrt og á sama tíma er ekki hægt að útskýra þessa löngun til að vera í Dalnum þessa tilteknu helgi, hvort sem maður sé í sumarfríi erlendis, í sumarbústað úti á landi eða búsettur erlendis og bíður eftir komu tveggja danskra-eyjapeyja ;)

En eins og ég sagði í fyrra.... þá kem ég á næsta ári, nema núna með tvíburana með mér svo þeir fái sem börn að upplifa það sem ég fékk. Það var ekki minni spenningurinn fyrir þjóðhátíðinni heldur en jólunum þegar ég var barn... því á þjóðhátíð þá fékk maður hárkollur, hatta, sprey, kandíflos, ís, popp og hápunkturinn var að sjá brúðubílinn :) Það eru hrein forréttindi að vera eyjamaður :)





x x x
-hgg


No comments:

Post a Comment