Thursday, June 14, 2012

Pakki frá Íslandi





Fyrir nokkrum vikum kom pósturinn með pakka til mín, ég hafði ekki hugmynd um að það væri pakki á leiðinni. Ég varð mjög spennt og forvitin um hver hefði verið að senda mér pakka frá Íslandi. Þegar ég opna pakkann koma þessi pínku litlu og fallegu prjónaföt uppúr kassanu, 2x húfa, vettlingar og sokkar í babybláu. Meðfylgjandi í kassanum var svo bréf og þegar ég var varla hálfnuð með bréfið þá byrjuðu bara tárin að leka.... ég var ekki að trúa þessu! 

Þessi fallegu litlu prjónaföt komu frá Dúnu góðvinkonu ömmu minnar, Dúna hafði verið dagmamma mín sem barn og seinna meir nágranni ömmu og afa. Þessi yndislega kona lést svo í lok mars á þessu ári, en hafði beðið sameiginlega vinkonu hennar og ömmu (Ásu Ingibergs) að prjóna þessi fallegu föt á tvíburana. Þetta bréf tók mig alveg úr jafnvægi að hún skildi hafa hugsað svona fram í tímann og að hún hafi verið að hugsa til mín. Stuttu eftir að ég var búin að lesa bréfið kemur Jacob heim og sér að ég sit þarna grátandi, hann kemur til mín og spyr hvað sé að og þegar ég ætlaði að fara að segja honum frá bréfinu og pakkanum þá byrjaði ég aftur að gráta og kom ekki upp orði, hann greyið skildi ekkert í hvað var í gangi, þannig að ég rétti honum bréfið sem hann auðvitað skildi ekkert í, þar sem það var á íslensku. En á endanum náði ég andanum og að segja honum alla sögu. Ég skrifa þennan grátur alfarið á hormónana ;) Þessi pínkulitlu föt eru líka svo vel gerð hjá henni Ásu Ingibergs og mun hún fá stórt knús frá mér og tvíburunum þegar við  komum til Eyja :)

Þessi gjöf sannar að það er hugurinn á bak við gjöfina sem skiptir mestu máli :)

x x x
-hgg

3 comments:

  1. Þetta er roslega fallegt og skil vel allan gráturinn;) Freyja;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Frábær síða hjá þér skvís, skil þig ljómandi vel að hafa farið að gráta, það féllu nú líka nokkur tár hjá mér þegar amma sýndi mér þetta ;) skrifum þetta allt saman á hormónana. :) Gangi þér ofsa vel næstu vikurnar. Knús frá mér og litla Ingiberg ;)

      Delete
  2. Takk kærlega Ása :) og skilaðu góðri kveðju á ömmu þína frá mér :)

    Og vonandi gengur allt vel með prinsinn á heimilinu :)

    ReplyDelete