Wednesday, June 13, 2012

Meðgangan

Þegar ég komst að því í snemmsónar að ég væri með tvíbura þá byrjaði ég ósjálfrátt að hugsa um meðgönguna sem framundan var hjá mér. Ég byrjaði að kvíða fyrir mörgum hlutum sem höfðu aldrei komið í huga minn áður þegar ég hugsaði um meðgögnur sem ég ætti eftir að fara í gegnum, þá ávallt með eitt barn í huga ;)
Þessar áhyggjur voru síðan algjör óþarfi þar sem ég hef ekki fundið fyrir miklu meirihluta meðgöngunnar, ég hætti t.d. að hjóla daglega í viku 28 og er það aðeins núna sem ég finn fyrir því að ég get ekki gert allt sem mig langar til, vegna þess að þreyta og of stór magi standa þar í veginum.
Ég tel mig því hafa verið mjög heppna það sem komið er af þessari meðgöngu og vona ég bara að framhaldið verið jafn gott :)

Eitt sem ég get samt ekki vanist og mér finnst alltaf jafn yndislegt og jaðra við kraftaverk... er þegar ég finn fyrir þessum kröftugu spörkum sem peyjarnir spara ekki. Ég get dottið útúr samræðum og einfaldlega bara starað á magann á mér og fylgst með þessum ótrúlegu hlutum sem eru að gerast þarna inni :) já, ég er orðin eitthvað svo mjúk og væmin á þessari meðgöngu, að við minnstu hluti geta komið fram tár sem erfitt að er að útskýra fyrir öðrum :)

16 vikur

23 vikur


30 vikur

x x x 
-hgg

2 comments:

  1. Hanna þetta er meiriháttar flott, nýja uppáhalds síðan mín!! Myndirnar eru líka jafn gorgeous og áður... knús og kram ;*

    ReplyDelete